Ný Dominion viðbót tilkynnt – Adventures

Skoðað: 1

Rio Grande Games tilkynnti á dögunum að ný viðbót við Dominion væri væntanleg í vor. Viðbótin heitir Adventures og er níunda viðbótin í röðinni. Hún mun innihalda 400 spil en 30 ný Kingdom spil munu líta dagsins ljós.

Donald X. Vaccarino, hönnuður spilsins, endurvekur svokölluð duration spil sem fyrst voru kynnt til sögunnar í Seaside viðbótinni en einnig munu bætast við Reserve spil sem hægt er að geyma þangað til best hentar að spila þeim. Auk þess eru 20 atburðarspil sem gefa leikmönnum færi á að kaupa eitthvað annað en hefðbundin spil og tokens sem breyta spilum.

Adventures er væntanleg í vor.
Adventures er væntanleg í vor.

Á heimasíðu Rio Grande Games segir um viðbótina:

Life is either a daring adventure or nothing. You’re not sure which, but at least you’ve narrowed it down. You are rich with life experiences, but have had trouble trading them for goods and services. It’s time to seek your fortune, or anyone’s really, whoever’s is closest. To the west there’s a land of milk and honey, full of giant bees and monstrous cows. To the east, a land of eggs and licorice. To the north, treacherous swamps; to the south, loyal jungles. But all of them have been thoroughly pillaged. You’ve heard legends though of a fifth direction, as yet unspoiled, with its treasures conveniently gathered into troves. You have your sword and your trail mix, handed down from your father, and his father before him. You’ve recruited some recruits and hired some hirelings; you’ve shined your armor and distressed a damsel. You put up a sign saying “Gone Adventuring.” Then you put up another sign, saying “Beware of Dog,” in case people get any ideas. You’re ready. You saddle up your trusty steed, and head florst.

Einn notandi Boardgamegeek hafði á orði að hann hefði loksins verið búinn að koma röð og reglu á það hvernig hann geymdi Dominion en nýja viðbótin mun gjörsamlega eyðileggja það. – Og hann gæti ekki verið hamingjusamari.

Eins og áður sagði er viðbótin Adventures væntanleg einhvern tímann um vorið 2015.

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;