Morðgátuvinir #3

6.500 kr.

Athugið: Lokað er fyrir skráningu frá kl. 24:00, 6. apríl.

Morðgátuvinir er morðgátupartí sem er haldið í kjallara Spilavina. Frábær skemmtun fyrir vinahópa, vinnustaði, fjölskyldur og félaga. Skemmtileg samvera sem dregur fram það besta í öllum, og býr til minningar sem endast.

Þrususkemmtilegt þemakvöld þar sem þið notið gráu sellurnar til að leysa morðmál.

* Uppselt *

Vörunúmer: SP0027 Flokkur:
You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Skoðað: 768

Morðgátuvinir #3 – 13. apríl kl. 19:00

Athugið: Lokað er fyrir skráningu frá kl. 24:00, 6. apríl. Það er svo við getum sent upplýsingar til þátttakenda um persónur þeirra o.þ.h.

Endalok við endurfundi


Hvernig fer morðgátupartý fram?

  • Skráningu lýkur nokkrum dögum fyrir viðburðinn.
  • Lágmarks þátttaka er 8 manns.
  • Aldurstakmark: 18 ára.
  • Innifalið í verðinu er einn drykkur að eigin vali
  • Ef ekki næst full þátttaka er miðinn endurgreiddur.

Morðgátupartý er hlutverkaleikur þar sem þátttakendur bregða sér í hlutverk persóna sem hittast í Spilakaffi, oftar en ekki til að gera sér glaðan dag. En það er maðkur í mysunni því einhver gestanna verður myrtur á meðan á gleðinni stendur og er það hlutverk ykkar að komast að því hver það var sem framdi morðið.

Nokkrum dögum fyrir upphaf leiks fáið þið sendar upplýsingar um ykkar persónu í tölvupósti, tengingu við aðrar persónur í leiknum, upplýsingar um aðrar persónur og ráðleggingar um hvernig hentar best að klæða sig upp í hlutverkið. Þegar leikurinn hefst fáið þið umslag með markmiðum sem ykkur er falið að leysa í fyrri hluta leiksins.

Á einhverjum tímapunkti í leiknum verður morð framið og fáið þið þá nýtt umslag með nýjum markmiðum, auknum upplýsingum og mögulega fá einhverjir sönnunargögn í hendurnar. Fórnarlambið þarf ekki að örvænta því enginn er „úr leik“ heldur fær fórnarlambið nýtt hlutverk og tekur þátt í að leysa morðgátuna.

Að lokum fá allir tækifæri til að kynna sér sönnunargögnin og leggja fram ásökun ásamt því að kjósa best klæddu persónuna og þá persónu sem glæddi mestu leikinn lífi með leikrænum tilburðum sínum.

Getur þú leyst morðgátuna?

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Morðgátuvinir #3”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;