Vefverslunarkerfið fært til

Skoðað: 0

Ég er að vinna í að færa vörurnar okkar úr einu verslunarkerfi í annað (fyrir áhugasama, úr Magento í WooCommerce). Það er að ganga mjög vel, en auðvitað eru einhverjir hikstar. Einn þeirra er að staðfestingar á eldri pöntunum eru nú að berast viðskiptavinum. Mér þykir afskaplega leiðinlegt að vera valdur að óþarfa póstsendingum og biðst innilega afsökunar á sendingunum.

Kostirnir við færsluna eru hins vegar að vefurinn þéttist, vörurnar verða sýnilegri, auðveldara verður að versla á vefnum og það verður mun, mun, mun (var ég búinn að segja “mun”) auðveldara að halda utan um vefverslunina og bloggið saman.

Kveðja,
Þorri vefstjóri

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;